UM OKKUR

Flytjum inn bjór, létt- og sterk vín ásamt óáfengum drykkjum frá hágæða framleiðendum beggja vegna atlantsála.

foroyabjór

Aldagömul bruggmenning

Föroya Bjór ehf. er innflytjandi Föroya Bjórs á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað í maí 2009 af P/F Föroya Bjór í Klakksvík til að sjá um innflutning og markaðssetningu færeyska bjórsins á Íslandi.  Núverandi eigendur tóku við rekstrinum 2015 og eignuðust fyrirtækið í framhaldinu. Bjórinn hafði þó áður verið fáanlegur á Íslandi um árabil með hléum, en tilgangurinn með stofnun Föroya Bjórs ehf. var sá að standa betur að málum í framtíðinni og hefur varan verið fáanleg á Íslandi síðan að mestu án hnökra.

Sagan um bjórinn

Framleiðandi Föroya Bjórs er færeyska fjölskyldubrugghúsið P/F Föroya Bjór, stofnað 1888. P/F Föroya Bjór er í dag eitt af elstu starfandi fyrirtækjum í Færeyjum. Hrúturinn í merki fyrirtækisins hefur verið einkennismerki brugghússins frá byrjun. Fyrirtækið hefur frá stofnun verið í eigu sömu fjölskyldu og núverandi bruggmeistarar eru þriðji og fjórði ættliður. Föroya Bjór hefur getið sér gott orð fyrir að vera bragðgóður gæðabjór – afrakstur metnaðarfullrar vinnu þar sem bruggmeistarar fyrirtækisins hafa í heiðri viðurkenndar hefðir við bruggun bjórs.

Eðalvín frá mörgum heimshornum

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af léttu og sterku áfengi.  Vínin sem við bjóðum eru framleidd beggja megin Atlantsála og eru þekkt fyrir gæði.

Á vefnum Wine Spectator er að finna umsagnir um vín.  Flettu upp vínum okkar og sjáðu hvernig þau koma út hjá þekktum vínsmökkurum víða um heim.