Føroya Bjór er færeyskt fjölskyldubrugghús og er meðal elstu fyrirtækja í Færeyjum.
Føroya Bjór hefur um árabil fylgt þróun bjór- og gosdrykkjaframleiðslu. Markmiðið hefur verið að fylgja nýjustu stefnu og straumum fyrir markaðinn.
Í gegnum árin hefur verið leitast við að stunda virka vöruþróun með nýjar og ferskar hugmyndir að leiðarljósi. Samt er arfleifðin aldrei langt undan.
Føroya Bjór var stofnað árið 1888, þegar kaupsýslumaðurinn Simon Frederik Hansen í Klaksvík, í daglegu tali kallaður Símun í Vágum, hóf að brugga færeyskan bjór.
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengislögin 1907 var bannað að brugga sterkari bjór en 2,7 prósent. Og þannig var staðan næstu 74 árin. Því framleiddi Føroya Bjór aðeins léttari bjór á þessum árum.
Símon í Vagi var merkur maður. Hann var bruggari, bóndi, bakari og sjómaður. Sjálfur teiknaði hann hrútsmerkið sem hefur verið einkennismerki brugghússins öll þessi ár.
Símun í Vági hafði áður starfað hjá Beck & Sønner sem hafði keypt sölubúð gömlu einkasöluverslunarinnar í Klaksvík. Símun hélt til Danmerkur árið 1883 til að læra að verða bakari. Þar lærði hann líka að brugga bjór. Fimm árum síðar stofnaði hann eigið fyrirtæki í Klaksvík.
Árið 2016 kom fyrsta flaskan af Einar´s Akvavitt á markað og í október sama ár voru fyrstu viskítunnurnar settar í geymslu. Þetta er hluti af stærra verkefni sem hefur verið í gangi í meira en 20 ár undir vörumerkinu Einar´s Distillery. Að þróa eimingarverksmiðju sem framleiðir heimsklassa viskí og aðrar tegundir sterkra drykkja.
Føroya Bjór hefur sömuleiðis verið virkur þátttakandi í færeysku samfélagi og hefur bæði stutt og unnið með einstaklingum og félögum. Félagið mun halda því áfram.
Hann keypti vélar af Smærunni og hóf framleiðslu á gosdrykkjum árið 1936. Føroya Bjór er nú eina fyrirtækið í Færeyjum sem framleiðir færeyska gosdrykki. Í gegnum árin hefur Føroya Bjór þróast úr lítilli verksmiðju í nútímalegt framleiðskufyrirtæki. Árið 1952 var byggt nýtt brugghús við gamla brugghúsið að Fornagörðum.
Føroya Bjór hefur framleitt vörur sem landsmenn hafa keypt í gegnum áratugi og þótt gæðavörur.